Beitutegundir

[info_box_area columns_count=“4″]

[info_box icon_url=“http://www.tobis.is/wp-content/uploads/2014/03/12.jpg“ title=“Smokkfiskur (Illex Argentinus)“ type_column=“alpha“]
Smokkfiskurinn frá Tobis er oftast handfæraveiddur, en hann er veiddur í S-Atlantshafi og eru það einkum skip frá Taiwan og Kóreu sem veiða hann. Þegar handfæraveiddur smokkfiskur er ekki fáanlegur er keyptur togaraveiddur, sjófrystur, smokkfiskur frá Ameríku. Stærð smokkfisksins er ýmist 70-110 grömm eða 100 til 200 grömm.[/info_box]

[info_box icon_url=“http://www.tobis.is/wp-content/uploads/2014/03/13.jpg“ title=“Kyrrahafsári (Cololabis Saira)“]
Kyrrahafsmakríll eða sári er nú einhver vinsælasta beitan á markaðnum. Byrjað var að kaupa hann til Íslands og fleiri landa sem beita fyrir þremur árum og hafa vinsældir sára aukist jafnt og þétt. Sári er yfirleitt í 10 kg. öskjum. Stærðarflokkar eru fjórir, þ.e. jumbó, 1, 2 og 3. Vinsælustu stærðir eru 1 og 2. [/info_box]

[info_box icon_url=“http://www.tobis.is/wp-content/uploads/2014/03/24.jpg“ title=“Kyrrahafssardína (Sardinops Sagax)“]
Kyrrahafssardína er ný beitutegund á markaðnum hér á landi en hún hefur verið notuð með góðum árangri í Japan síðustu ár. Hún hefur reynst sérstaklega vel á grunnslóð. Stærð hennar er frá 130-150 grömm og er hún seld í 10,5 kg öskjum.
[/info_box]

[info_box icon_url=“http://www.tobis.is/wp-content/uploads/2014/03/Makrill.jpg“ title=“Makríll (Scomer Scombrus)“ type_column=“omega“]
Makríllinn frá Tobis er íslenskur, veiddur síðsumars og sjófrystur af íslenskum skipum. Undanfarin ár hefur Tobis selt makríl frá Aðalsteini Jónssyni SU og hefur makrílinn notið mikilla vinsælda. Er hann oftast með 24-27% fituinnihaldi.

[/info_box]

[/info_box_area]

[info_box_area columns_count=“3″]

[info_box icon_url=“http://www.tobis.is/wp-content/uploads/2014/03/15.jpg“ title=“Síld (Clupea Harengus)“ type_column=“alpha“]
Tobis getur að öllu jöfnu boðið síld úr Norsk-íslenska stofninum og eins úr íslenska sumargotsstofninum, sem hentar betur sem beita vegna stærðar, þ.e. nýting er góð. Veiði úr sumargotstofninum er á haustin við Ísland og er stærð beitusíldar yfirleitt 150-250 grömm og 200-300 grömm.[/info_box]

[info_box icon_url=“http://www.tobis.is/wp-content/uploads/2014/03/14.jpg“ title=“Loðna (Mallotus Villosus)“]
Loðna er yfirleitt í boði þegar líður á loðnuvertíð. Í flestum tilfellum er um að ræða sjófrysta loðnu. Loðnan er einkum notuð til steinbítsveiða.[/info_box]

[info_box icon_url=“http://www.tobis.is/wp-content/uploads/2014/03/8.jpg“ title=“Sandsíli (Ammodytes Tobisannus)“ type_column=“omega“]
Sandsíli hentar oft á tíðum mjög vel sem beita, sérstaklega þegar menn sækjast eftir ýsu.
Sandsílið frá Tobis kemur frá Noregi og er yfirleitt 16-20 cm langt og þvermál þess oftast kringum 16 mm.
[/info_box]

[/info_box_area]